Járnsmíði sf er verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1987 af Ómari Óskarssyni og Skúla Sigurðssyni og hefur annast ýmis verkefni svo sem virkjanir, skipaviðgerðir, stálgrindarhús, flugstöð, stóriðjuver, spennuvirki, háhitalagnir, olíulagnir, viðhaldsverk auk annara smíðaverkefna úr málmi.
Járnsmíði hefur sinnt mörgum stórum verkefnum, eins og stækkun Leifsstöðvar, stálgrindarvinnu hjá Norðuráli, stækkun hjá Ísal, vinnu við Búðarhálsvirkjun, byggingu tveggja skóla í Nuuk, nýbyggingar við höfnina í Nuuk á Grænlandi og margt fleira.
Fyrirtækið hefur fyrst og fremst verið undirverktaki en hefur einnig verið aðalverktaki. Járnsmíði sf hefur getið sér orð fyrir dugnað, útsjónarsemi og fagleg vinnubrögð.
Fyrirtækið hefur einnig stundað innflutning á gæðavörum síðan 1989. Við flytjum inn vörur víðsvegar frá heiminum, aðallega ál, stál og svalahandrið.